UM LONG FORM IMPROV og HARALDINN

 

Á sýningum Improv Ísland er allt spuni. Ekkert hefur verið ákveðið fyrirfram. Engin sýning hefur verið sýnd áður og engin þeirra verður endurtekin. Hver sýning er því bæði frumsýning og lokasýning.

 

Í spuna-þjálfuninni er aðaláherslan á að styðja aðra, vera í núinu og ritskoða ekki hugmyndir sínar. Hlustun er eitt það mikilvægasta sem við þjálfum sem og að vera fyndinn án þess að þurfa að reyna að vera fyndinn. Engin krafa er gerð um að fólk hafi reynslu af leiklist. Spunaleikararnir koma úr öllum áttum og eru á öllum aldri.

 

Mikil hefð er fyrir spunaleiksýningum í Bandaríkjunum og margir af stærstu grínleikurum og handritshöfundum síðustu ára þar í landi koma oft úr spunaþjálfun eins og Bill Murray, Tina Fey, Will Ferrell, Mike Meyers, Steve Carell og fleiri.

 

Amy Poehler og fleiri stofnuðu Upright Citizen´s Brigade leikhúsið í NY (UCB), sem rekur einnig skóla þar sem Dóra Jóhannsdóttir lærði improv og sketcha-skrif frá 2013-2016. Dóra og seinna nemendur hennar hafa kennt Improv-Haraldurinn-námskeið á Íslandi síðan 2013 og var leikfélagið Improv Ísland stofnað snemma árið 2015.  Dóra lærði svo árið 2017 sketcha-skrif og improv hjá The Second City í Chicago og síðan Improv Ísland var stofnað hafa margir úr sýningarhópnum farið til Bandaríkjanna að læra listformið.

Improv Ísland var tilnefnt sem Sproti ársins til Grímunnar árið 2016.

Improv Ísland hefur sýnt víða um land og á Del Close maraþoninu í NY 2015, 2016 og 2017. Hópurinn hefur sýnt mörg hundruð sýningar um allt land. Sýningarhópur Improv Ísland samanstendur af 25 manns sem hafa æft langspuna reglulega í 3-6 ár. Þau rótera á sýningum leikhópsins en á hverri sýningu koma fram 6-15 manns í hvert skipti. Prufur í sýningarhóp Improv Ísland eru haldnar 1 sinnum á ári.

 

Einu sinni í mánuði heldur Improv Ísland svokallað  Improv Jam þar sem fólki sem hefur komið á námskeið gefst tækifæri á að koma fram og spinna fyrir framan aðra. 

 

Framkvæmdastjóri: Árni Björn Helgason

 

Listrænn stjórnandi: Guðmundur Felixson

Stjórn Improv Ísland 2018-2019:

Dóra Jóhannsdóttir

Máni Arnarson

Ylfa Áskelsdóttir

Þrúður Kristjánsdóttir

Ólafur Ásgeirsson

Stjórn Improv Ísland 2017-2018:

Bjarni Snæbjörnsson

Ólafur Ásgeirsson

Fannar Guðmundsson

María Stefánsdóttir

Guðmundur Felixson

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir

Atli Már Steinarsson

Stjórn Improv Ísland 2016-2017:

Bjarni Snæbjörnsson

Fannar Guðmundsson 

Margrét Erla Maack

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir

Guðmundur Felixson

Ólafur Ásgeirsson

Atli Már Steinarsson

Stjórn Improv Ísland 2015-2016

Bjartmar Þórðarson

Bjarni Snæbjörnsson

Ragnheiður Maísól Sturludóttir
Ástbjörg Rut Jónsdóttir

Esther Talía Casey

Guðmundur Felixson

 

Framkvæmdastjóri 2016-2017: Ásrún Magnúsdóttir

Framkvæmdastjóri 2017-2019: Ingibjörg Halldórsdóttir

Listrænn stjórnandi 2015-2019: Dóra Jóhannsdóttir


 

 

 

Improv Ísland sýnir á hverju miðvikudagskvöldi í Þjóðleikhúskjallaranum.