UM LONG FORM IMPROV og HARALDINN

 

Aðferðir og tækni í long-form improv eða langspuna gera leikurum kleift að búa til allt að klukkutíma sýningu á staðnum með ekkert ákveðið fyrirfram. Hver sýning er því að öllu leyti einstök.

 

Engin sýning hefur verið sýnd áður og engin þeirra verður endurtekin.

 

Upphafspunktur sýninganna getur verið margs konar. Við byrjum oft á að fá orð úr sal til þess að áhorfandinn finni skýrt fyrir því að ekkert hafi verið ákveðið fyrirfram. Út frá þessu orði kemur svokölluð opnun. Opnunin getur verið margs konar. Stundum fáum við þekkta einstaklinga til að segja sögur sem verða innblástur að sýningunum. Fyrir spunna söngleiki þá biðjum við áhorfendur um að stinga uppá nafni á söngleik sem er ekki til. Við biðjum stundum áhorfendur um að skrifa leyndarmál á miða og svo notum við það sem efnivið. Með ólíkum opnunum er hægt að sníða hverja sýningu að sérstöku þema eða umfjöllunarefni hverju sinni. 

 

Í spuna-þjálfuninni er aðaláherslan á að styðja aðra, vera í núinu og ritskoða ekki hugmyndir sínar. Hlustun er eitt það mikilvægasta sem við þjálfum sem og að vera fyndinn án þess að þurfa að reyna að vera fyndinn. Engin krafa er gerð um að fólk hafi reynslu af leiklist. Spunaleikararnir koma úr öllum áttum og eru á öllum aldri.

 

Aðferðin á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna á 7.áratugnum, þar sem Del Close heitinn þróaði langspunaformið ,,The Harold,, í The Second City og IO spunaleikhúsunum í Chicago.. Síðan þá hefur spunasenan vaxið og þróast og nýtur nú gríðarlegra vinsælda út um öll Bandaríkin og hefur mikil áhrif víða í leiklist og skrifum. Síðustu ár hefur aðferðin smám saman að breiðast út til annarra landa.

 

Mikil hefð er fyrir spunaleiksýningum í Bandaríkjunum og margir af stærstu grínleikurum og handritshöfundum síðustu ára þar í landi koma oft úr langspunaþjálfun eins og Bill Murray, Tina Fey, Will Ferrell, Mike Meyers, Steve Carell og fleiri.

 

Amy Poehler og nokkrir aðrir nemendur Del Close stofnuðu Upright Citizen´s Brigade leikhúsið í NY (UCB), sem rekur einnig skóla þar sem Dóra Jóhannsdóttir lærði frá 2013-2016. Dóra hefur kennt Haralds-námskeið á Íslandi síðan 2013 og stofnaði leikfélagið Improv Ísland snemma árið 2015.  Hún lærði svo árið 2017 sketcha-skrif og improv hjá The Second City í Chicago.

Improv Ísland var tilnefnt sem Sproti ársins til Grímunnar árið 2016.

 

Improv Ísland hefur sýnt víða um land og á Del Close maraþoninu í NY 2015, 2016 og 2017. Árið 2016 sýndi hópurinn yfir 100 sýningar um allt land. Sýningarhópur Improv Ísland samanstendur af 25 manns sem hafa æft langspuna reglulega í 1-4 ár. Þau rótera á sýningum leikhópsins en á hverri sýningu koma fram 6-15 manns í hvert skipti. Prufur í sýningarhóp Improv Ísland eru haldnar 1 sinnum á ári og eru opnar fólki sem hefur æft langspuna í minnst eitt ár eða klárað Haraldinn 3 námskeið..

 

Improv Haraldurinn býður uppá fjögur námskeið í Haraldinum (Haraldurinn 1, 2 og 3 og 4) sem eru kennd af spunaleikurum í sýningarhóp og auk þess heldur Improv Ísland styttri námskeið út á landi sem og söngleikjaspuna og flytur inn erlenda gestakennara á 1-2 mánaða fresti. Einnig hefur hópurinn tekið að sér hópefli fyrir fyrirtæki og hópa. Einnig bjóðum við upp á opnar æfingar í hverri viku fyrir þá sem hafa lokið a.m.k einu námskeiði í Haraldinum.

 

Tvisvar í mánuði heldur Improv Ísland svokallað  Improv Jam þar sem fólki sem hefur komið á námskeið gefst tækifæri á að koma fram og spinna fyrir framan aðra. 

 

Framkvæmdastjóri: Árni Björn Helgason

 

Listrænn stjórnandi: Guðmundur Felixson

Stjórn Improv Ísland 2018-2019:

Dóra Jóhannsdóttir

Máni Arnarson

Ylfa Áskelsdóttir

Þrúður Kristjánsdóttir

Ólafur Ásgeirsson

Stjórn Improv Ísland 2017-2018:

Bjarni Snæbjörnsson

Ólafur Ásgeirsson

Fannar Guðmundsson

María Stefánsdóttir

Guðmundur Felixson

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir

Atli Már Steinarsson

Stjórn Improv Ísland 2016-2017:

Bjarni Snæbjörnsson

Fannar Guðmundsson 

Margrét Erla Maack

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir

Guðmundur Felixson

Ólafur Ásgeirsson

Atli Már Steinarsson

Stjórn Improv Ísland 2015-2016

Bjartmar Þórðarson

Bjarni Snæbjörnsson

Ragnheiður Maísól Sturludóttir
Ástbjörg Rut Jónsdóttir

Esther Talía Casey

Guðmundur Felixson

 

Framkvæmdastjóri 2016-2017: Ásrún Magnúsdóttir
 

 

 

Improv Ísland sýnir á hverju miðvikudagskvöldi í Þjóðleikhúskjallaranum.